Nýsköpun
Að mínu mati er nýsköpun undirstaða framþróunar í samfélaginu. Það eru gífurleg tækifæri þess að einfalda regluverk og auka stuðning við nýsköpun og sprotastarfsemi á Íslandi. Við eigum að vera framúrskarandi í nýsköpun og umhverfi frumkvöðla á að vera þannig um búið að það sé hvetjandi að koma með nýjar lausnir og hvati sé til staðar til að þróa hugmyndir áfram hér á landi. Þannig aukum við samkeppnishæfni okkar á alþjóðamarkaði.
Sjálfbærni
Það eru tækifæri til þess að auka sjálfbærni og öryggi í matvælaframleiðslu og breyttur tíðarandi krefst þess að við rýmkum regluverk og gerum bændum kleift að selja afurð sína beint frá býli í enn meira mæli en nú þegar er. Búa til öflugt regluverk og umgjörð sem býður uppá aukna vaxtamöguleika í landbúnaði.