HAFDÍS HRÖNN HAFSTEINSDÓTTIR

Í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

Öruggt samfélag

Öflug löggæsla

Það eru tækifæri til að efla löggæslu í landinu, auka nýliðun og skapa lögreglu viðunandi skilyrði til að tryggja hér öruggt samfélag, stemma stigum við afbrotum og þeim verði unnt að sinna frumkvæðisverkefnum með enn betri hætti. Þá þarf að tryggja aukið samstarf lögreglu og heilbrigðiskerfisins þegar svo á við.

Mikilvægt er að tryggja skilvirka, vandaða og hlutlausa rannsókn sakamála hér á landi.  Veita brotaþolum aukna réttarstöðu og vernd í réttarkerfinu. Tækifæri eru til staðar svo greiða megi aðgang borgaranna að réttarkerfinu og auka skilvirkni þess – að leita til dómstóla á ekki að vera eingöngu fyrir þá efnameiri. Jafnræði felst m.a. í því að tryggja jafnan aðgang að réttarkerfinu og aukna réttarvernd brotaþola.

Almannavarnir

Almannavarnir eru Sunnlendingum mjög mikilvægar en hér stjórnumst við mikið af náttúruöflunum eins og raun ber vitni undanfarna mánuði og sagan sýnir okkur enn frekar. Hér höfum við hvað mestar jarðhræringar á landsvísu og hafið er afl útaf fyrir sig sem við höfum séð beita sér endrum og eins með krafti. Það ber að umgangast náttúruna af virðingu og við þurfum alltaf að búast við frekar en að bregðast við. Á Suðurlandi er þekking náttúruvásérfræðinga og jarðeðlisfræðinga hvað best nýtt. Það eru tækifæri á Suðurlandi fyrir þekkingarauðgi og framsækni á sviði almannavarna og þekkingu á því hvað þarf til svo bregðast megi rétt við eftir að tjón hefur orðið af náttúrunnar hendi. Hér á Suðurlandi eru tækifæri til atvinnu- og nýsköpunar á þessu sviði.