HAFDÍS HRÖNN HAFSTEINSDÓTTIR

Í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

ATVINNA

Það eru mikil tækifæri til þess að efla atvinnu á Suðurlandi m.a. með því að fjölga störfum án staðsetningar, opna enn frekar á samtal milli ríkis og sveitarfélaga um störf án staðsetninga og fjarvinnu á Suðurlandi. Þá eru tækifæri til þess að stuðla enn frekar að innviðauppbyggingu til að gera ferðaþjónustunni kleift að taka á móti þeim fjölda ferðamanna sem hingað sækir og þannig gerum við ferðaþjónustuna klára í slaginn þegar ástandið kemst í fyrra horf.

FJÖLSKYLDAN OG MENNTAMÁLIN

Mig langar að sjá menntakerfið tryggja börnum jafnan aðgang að þeim tækifærum sem menntun hefur uppá að bjóða. Það eru tækifæri til þess að endurskoða hvernig við menntum börnin okkar, finna styrkleika þeirra og leyfa þeim að blómstra á sínu áhugasviði og byggja ofan á þar. Með því að koma enn frekar til móts við þarfir þeirra – bjóða uppá öðruvísi kennsluaðferðir, réttan stuðning og ákveðna víðsýni á þær áskoranir sem börn með sérþarfir standa frammi fyrir dag hvern, sé ég fyrir mér að við getum alið af okkur einstaka og bráðklára einstaklinga sem munu vera þjóðargersemar til lengri tíma. Heimsklassa sérfræðingar á sínu áhugasviði! Það eru tækifæri til þess að auka og efla íþróttaiðkun barna og koma til móts við fjölskyldur með enn frekari hætti. Nú þegar hefur félagsmálaráðherra stigið stöndug skref í þá átt og aukið til muna stuðning við barnafjölskyldur til að tryggja íþróttaiðkun barna. Að styðja við íþróttaiðkun barna snemma á lífsleiðinni þá kennum við börnunum okkar aga og góðar venjur sem nýtast þegar fram líða stundir. Íþróttaiðkun kennir einnig samvinnu, samkennd, metnað og elju. Rannsóknir hafa sýnt að þau börn sem stunda íþróttir frá unga aldri eru líklegri til að sækja sér og klára háskólamenntun. Með því að styðja vel við börnin okkar og fjölskyldur þeirra að þessu leiti aukum við til muna heilbrigði þjóðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa hér heilbrigt samfélag með lýðheilsu að leiðarljósi. Svo sé ég fyrir mér að ef við byrjum snemma á að fræða og stuðla að lýðheilsu og hreyfingu fólks þá munum við sjá hér hóp fólks á efri árum sem hefur byggt undir grunnstoðirnar og býr þar með við betri heilsu.

GEÐHEILBRIGÐI

Undanfarin ár hefur geðheilbrigði landans beðið lægra haldi og ástæður þess eru fjölmargar en þurfum að búast við frekar en að bregðast við í þessum efnum. Tryggja öflugar forvarnir í geðheilbrigðismálum og aukinn stuðning við þá sem þurfa á andlegri handleiðslu að halda. Það gerum við m.a. með því að auka aðgengi einstaklinga að slíkri handleiðslu og stuðningi. Starfrækja þarf öfluga geðheilbrigðisþjónustu sem grípur þá sem leiðst hafa af leið og tryggja snemmtæka fræðslu til þess að bæta geðheilbrigði þjóðarinnar til framtíðar.

Þá tel ég að það séu tækifæri til staðar til að auka við úrræði fyrir fólk með geðrænan- og/eða fíknivanda hér á landi slík úrræði þurfa að vera með þeim hætti að mannréttindi þeirra séu tryggð með viðhlítandi hætti.

ÖRUGGT SAMFÉLAG

Öflug löggæsla

Það eru tækifæri til að efla löggæslu í landinu, auka nýliðun og skapa lögreglu viðunandi skilyrði til að tryggja hér öruggt samfélag, stemma stigum við afbrotum og þeim verði unnt að sinna frumkvæðisverkefnum með enn betri hætti. Þá þarf að tryggja aukið samstarf lögreglu og heilbrigðiskerfisins þegar svo á við.

Mikilvægt er að tryggja skilvirka, vandaða og hlutlausa rannsókn sakamála hér á landi.  Veita brotaþolum aukna réttarstöðu og vernd í réttarkerfinu. Tækifæri eru til staðar svo greiða megi aðgang borgaranna að réttarkerfinu og auka skilvirkni þess – að leita til dómstóla á ekki að vera eingöngu fyrir þá efnameiri. Jafnræði felst m.a. í því að tryggja jafnan aðgang að réttarkerfinu og aukna réttarvernd brotaþola.

Almannavarnir

Almannavarnir eru Sunnlendingum mjög mikilvægar en hér stjórnumst við mikið af náttúruöflunum eins og raun ber vitni undanfarna mánuði og sagan sýnir okkur enn frekar. Hér höfum við hvað mestar jarðhræringar á landsvísu og hafið er afl útaf fyrir sig sem við höfum séð beita sér endrum og eins með krafti. Það ber að umgangast náttúruna af virðingu og við þurfum alltaf að búast við frekar en að bregðast við. Á Suðurlandi er þekking náttúruvásérfræðinga og jarðeðlisfræðinga hvað best nýtt. Það eru tækifæri á Suðurlandi fyrir þekkingarauðgi og framsækni á sviði almannavarna og þekkingu á því hvað þarf til svo bregðast megi rétt við eftir að tjón hefur orðið af náttúrunnar hendi. Hér á Suðurlandi eru tækifæri til atvinnu- og nýsköpunar á þessu sviði.

NÝSKÖPUN OG SJÁLFBÆRNI

Nýsköpun

Að mínu mati er nýsköpun undirstaða framþróunar í samfélaginu. Það eru gífurleg tækifæri þess að einfalda regluverk og auka stuðning við nýsköpun og sprotastarfsemi á Íslandi. Við eigum að vera framúrskarandi í nýsköpun og umhverfi frumkvöðla á að vera þannig um búið að það sé hvetjandi að koma með nýjar lausnir og hvati sé til staðar til að þróa hugmyndir áfram hér á landi. Þannig aukum við samkeppnishæfni okkar á alþjóðamarkaði.

Sjálfbærni

Það eru tækifæri til þess að auka sjálfbærni og öryggi í matvælaframleiðslu og breyttur tíðarandi krefst þess að við rýmkum regluverk og gerum bændum kleift að selja afurð sína beint frá býli í enn meira mæli en nú þegar er. Búa til öflugt regluverk og umgjörð sem býður uppá aukna vaxtamöguleika í landbúnaði.

TAKTU ÞÁTT

Hægt er að styðja við framboðið með því að skrá sig í Framsókn hér að neðan. Með því að skrá þig í flokkinn fyrir 19. maí næstkomandi mun þinn stuðningur hafa veigameiri áhrif því þér gefst þá tækifæri á þátttöku í lokuðu prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi þann 19. júní n.k.

Gerum þetta saman!

HEYRUMST!

Þinn stuðningur skiptir miklu máli!

Tökum spjallið og ekki hika við að hafa samband við mig í síma 867 2718 eða á netfangið hafdis@hafdishronn.is

Verum breytingin sem við viljum sjá og leggjum okkar að mörkum til samfélagsins. Saman er hægt að gera svo mikið meira!

Hlakka til að heyra frá þér.

Ég hvet þig einnig til að koma á framfæri ábendingum hér að neðan um hvað þú vilt sjá Framsókn gera á næsta kjörtímabili.

3 + 12 =