Undanfarin ár hefur geðheilbrigði landans beðið lægra haldi og ástæður þess eru fjölmargar en þurfum að búast við frekar en að bregðast við í þessum efnum. Tryggja öflugar forvarnir í geðheilbrigðismálum og aukinn stuðning við þá sem þurfa á andlegri handleiðslu að halda. Það gerum við m.a. með því að auka aðgengi einstaklinga að slíkri handleiðslu og stuðningi. Starfrækja þarf öfluga geðheilbrigðisþjónustu sem grípur þá sem leiðst hafa af leið og tryggja snemmtæka fræðslu til þess að bæta geðheilbrigði þjóðarinnar til framtíðar. Það er einnig mikilvægt að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd svo hún verði aðgengileg fleirum sem þurfa á þjónustu sálfræðinga.
Þá tel ég að það séu tækifæri til staðar til að auka við úrræði fyrir fólk með geðrænan- og/eða fíknivanda hér á landi slík úrræði þurfa að vera með þeim hætti að mannréttindi þeirra séu tryggð með viðhlítandi hætti.