Það eru mikil tækifæri til þess að efla atvinnu á Suðurlandi m.a. með því að fjölga störfum án staðsetningar, opna enn frekar á samtal milli ríkis og sveitarfélaga um störf án staðsetninga og fjarvinnu á Suðurlandi. Þá eru tækifæri til þess að stuðla enn frekar að innviðauppbyggingu til að gera ferðaþjónustunni kleift að taka á móti þeim fjölda ferðamanna sem hingað sækir og þannig gerum við ferðaþjónustuna klára í slaginn þegar ástandið kemst í fyrra horf.
