HAFDÍS HRÖNN HAFSTEINSDÓTTIR

Í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

Um mig

„Að gera lífið aðeins betra fyrir fólk er það sem ég held að einkenni innihaldsríkt líf. Maður lifir ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur fyrir samfélagið.“ -Ruth Bader Ginsburgh

Ég er fædd á Ísafirði þann 20. maí 1991

Lauk B.s. prófi í lögfræði árið 2015 frá Háskólanum á Bifröst og M.l. prófi í lögfræði frá þeim sama skóla árið 2017.

Ég er lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu og er jafnframt sjálfboðaliði hjá Kvennaráðgjöfinni.

Þá þjóna ég hlutverki gjaldkera í stjórn Framsóknarfélags Árborgar auk þess á ég sæti í miðstjórn Framsóknar auk þess legg ég fram krafta mína fyrir flokkinn með setu í Málefnanefnd flokksins.

Þá er ég stjórnarformaður Félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi auk þess varamaður í stjórn Bjarmahlíðar, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Þá sit ég í verkefnastjórn Sigurhæða, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Suðurlandi. Þá er ég varamaður í Flóttamannanefnd og Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Ég er gift Andra Björgvini Arnþórssyni og á tvær dætur, 3. og 6. ára. og bý ásamt fjölskyldu minni á Selfossi. Hef gífurlegan áhuga á því að gera samfélagið betra og að hér séu sköpuð tækfæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra til að þrífast í öruggu, framsæknu og farsælu samfélagi fullt af tækifærum og von. Þá tel ég mikilvægt að ungt fólk hafi rödd í ákvarðanatöku um framtíð Íslands og hvetur unga sem aldna til þess að taka sér pláss og láta í sér heyra og koma skoðunum sínum á framfæri til að skapa hér gott samfélag.