HAFDÍS HRÖNN HAFSTEINSDÓTTIR

Í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

GEF KOST Á MÉR Í 3. SÆTI FRAMSÓKNAR Í SUÐURKJÖRDÆMI FYRIR KOMANDI ALÞINGISKOSNINGAR

Það sem ég tel mikilvægt við þátttöku í stjórnmálum er að missa aldrei sjónar af því fyrir hvern er verið að vinna – það er jú fólkið sem skiptir mestu máli. Þátttaka í stjórnmálum er að mínu mati stór ákvörðun sem er ósjálfselsk og drifin áfram af þeirri einskæru löngun til að bæta samfélagið í kringum sig. Það er þess vegna sem tækifæri til þess að bjóða sig fram fyrir Suðurkjördæmi er eitthvað sem grípa þarf af auðmýkt og heilindum. Það er mikilvægt að vinna málefnin í víðtækri samvinnu og það kunnum við Framsóknarfólk.

Síðastliðin 8 ár hef ég tekið þátt í stjórnmálum með einum eða öðrum hætti. Fyrst í háskóla og tók virkan þátt í stúdentabaráttu hagsmunafélaga stúdenta innan skólans og átti einnig sæti í framkvæmdarstjórn Landssambands íslenskra stúdenta (LÍS) árið 2013 um tíma. Undanfarin ár hef ég gegnt hlutverki gjaldkera hjá Framsóknarfélagsins í Árborg og tók virkan þátt í kosningarbaráttu lista Framsóknar og óháðra fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Þar að auki hef ég sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn. Atvinnumál og atvinnuuppbygging á Suðurlandi hefur verið mér hjartans mál og hef ég talað fyrir framsýni í uppbyggingu byggðar hér í Árborg og nágrenni m.t.t. atvinnumöguleika, menntunar og innviða.

Undanfarin ár hef ég starfað sem lögfræðingur nefndar um eftirlit með lögreglu við viðkomu á Nefndarsviði Alþingis sem nefndarritari. Ég er stjórnarformaður Félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi og hef þar að auki boðið fram krafta mína og þekkingu hjá Kvennaráðgjöfinni undanfarin ár. Þar hef ég sinnt lögfræðiráðgjöf og sit í umboði hennar í verkefnastjórn Sigurhæða – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Suðurlandi. Þá hef ég einnig tekið að mér nefndarsetu og önnur trúnaðarstörf.

Málefni er varða öryggi borgaranna, réttarkerfið, mannréttindi því tengdu hafa verið mér hjartfólgin frá því í laganámi. Öflug löggæsla, rannsókn sakamála, réttlát málsmeðferð og aðgangur að dómsstólum er eitthvað sem ég brenn mikið fyrir. Það skiptir miklu máli að réttaröryggi sé við líði í landinu og að hvergi sé slaki gefinn á þeim kröfum sem gerðar eru til vandaðrar lagasetningar og starfsaðferða þeirra sem starfa í réttarkerfinu. Mál verða að vera unnin af hlutleysi, þekkingu og staðfestu og þar tel ég að umtalsvert svigrúm til umbóta og svo tryggja megi réttaröryggi almennings með betri hætti. Í störfum mínum sem og þeim verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur hef ég séð að við getum svo sannarlega séð til þess að hér verði réttlátt, öruggt og heilnæmt samfélag fólks þar sem rík tækifæri eru fyrir einstaklinga að blómstra óháð því hvaða áskoranir hver og einn býr við.

Þegar við skoðum hvað felst öruggu samfélagi þá verður ekki hjá því litið nefna þær áskoranir sem við sem samfélag höfum tekist á við að undanförnu og hafa Almannavarnir haft í nógu að snúast bæði hvað varðar þann heimsfaraldur sem staðið hefur yfir og við að eiga við náttúruöflin sem einnig hafa látið til sín taka og sýnt okkur “hver ræður”. Sunnlendingar eru vel kunnugir þeim krafti sem náttúran býr yfir og hefur tilvera einstakra kynslóða einkennst af því að eiga við þann kraft. Því eru almannavarnir mikilvægur hlekkur í keðjunni þegar við tölum um öruggt samfélag og hafa svo sannarlega sýnt mikilvægi sitt og því skiptir gífurlegu máli að íslendingar hafi öflugar almannavarnir með ógrynni af þekkingu sem bregst við af staðfestu og þunga þegar svo ber við.

Kæru félagar, stefna Framsóknar er laus við allar öfga og við þá uppbyggingu og þær áskoranir sem framundan eru eftir það sem á undan er gengið mun þurfa á öflugan hóp Framsóknarfólks til að leiða þá vinnu, halda áfram veginn og byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Ég er stolt af því að vera Framsóknarkona, stolt af því öfluga fólki, stolt af þeim árangri sem Framsókn hefur staðið að fyrir íslenskt samfélag í gegnum árin. Ég leita því til ykkar kæru félagar og vonast eftir ykkar stuðningi til þess að geta lagt mitt á vogaskálarnar og halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið og tryggja að hér sé byggt fjölbreytt, öruggt og framsækið samfélag.

UM MIG

Ég er fædd á Ísafirði þann 20. maí 1991

Lauk B.s. prófi í lögfræði árið 2015 frá Háskólanum á Bifröst og M.l. prófi í lögfræði frá þeim sama skóla árið 2017.

Ég er lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu og er jafnframt sjálfboðaliði hjá Kvennaráðgjöfinni.

Þá þjóna ég hlutverki gjaldkera í stjórn Framsóknarfélags Árborgar auk þess á ég sæti í miðstjórn Framsóknar auk þess legg ég fram krafta mína fyrir flokkinn með setu í Málefnanefnd flokksins.

Þá er ég stjórnarformaður Félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi auk þess varamaður í stjórn Bjarmahlíðar, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Þá sit ég í verkefnastjórn Sigurhæða, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Suðurlandi. Þá er ég varamaður í Flóttamannanefnd og Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Ég er gift Andra Björgvini Arnþórssyni og á tvær dætur, 3. og 6. ára. og bý ásamt fjölskyldu minni á Selfossi. Hef gífurlegan áhuga á því að gera samfélagið betra og að hér séu sköpuð tækfæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra til að þrífast í öruggu, framsæknu og farsælu samfélagi fullt af tækifærum og von. Þá tel ég mikilvægt að ungt fólk hafi rödd í ákvarðanatöku um framtíð Íslands og hvetur unga sem aldna til þess að taka sér pláss og láta í sér heyra og koma skoðunum sínum á framfæri til að skapa hér gott samfélag.

GREINAR

Hvar ætlar þú að starfa?

Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér...

Vegferðin og fjölskyldan

Grein birt í Sunnlenska fréttablaðinu og Dagskránni um málefni fjölskyldunnar. Sem tveggja barna móðir þá skiptir mig máli hvað hvernig staðið er að þeim málefnum sem stuðla að auknum lífsgæðum fjölskyldunnar. Nú þegar aðeins sex mánuðir eru til kosninga er vert að líta yfir kjörtímabilið og hugleiða um hvað núverandi ríkisstjórn hefur gert fyrir fjölskyldurnar í landinu. En hvað er það sem skiptir fjölskylduna máli? Það er jú m.a. öruggt þak yfir höfuðið, trygg framfærsla, aukin samvera, minni áhyggjur og von um betri framtíð. Ef við horfum á hvaða breytingar hafa verið gerðar í þágu fjölskyldna þá er ýmislegt sem kemur upp úr krafsinu. Helst vil ég nefna stórt baráttumál foreldra síðustu ára um lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði....

Höfum við verið að standa okkur?

Grein birt í Sunnlenska fréttablaðinu og í Dagskránni um kynbundið ofbeldi á Suðurlandi og nýtt úrræði Sigurhæða, þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Kynbundið ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum spyr ekki um stað né stund og Suðurland er þar engin undantekning. Heimilisofbeldi er meðal annars skilgreint í almennum hegningarlögum með eftirfarandi hætti: „Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6...

Grænt þýðir áfram

Grein birt í Dagskránni, DFS.is. Þegar við hugsum um mismunandi áherslur í málefnum samfélagsins þá samanstendur samfélagið af fjölbreyttu fólki með mismunandi langanir, drauma og þrár með fjölmörg markmið. Það er ávallt erfitt að mæta þörfum allra þegar verið er að ráðast í kerfisbreytingar eða setja á fót úrræði til að mæta erfiðum aðstæðum líkt og hafa verið síðastliðið ár. Þetta ár hefur þó kennt okkur að það er ýmislegt hægt að gera með lítið. Ef við horfum til síðasta árs þá hefur það verið eitt það lærdómsríkasta í seinni tíð og verður skráð í sögubækurnar sem slíkt. Við hægðum á okkur, kunnum enn betur að meta samveru, líkamlega og andlega heilsu ásamt öllu því sem lífið hefur uppá að bjóða. Lífstílskapphlaupið var sett á hilluna...

TAKTU ÞÁTT

Hægt er að styðja við framboðið með því að skrá sig í Framsókn hér að neðan. Með því að skrá þig í flokkinn fyrir 19. maí næstkomandi mun þinn stuðningur hafa veigameiri áhrif því þér gefst þá tækifæri á þátttöku í lokuðu prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi þann 19. júní n.k.

Gerum þetta saman!

HEYRUMST!

Þinn stuðningur skiptir miklu máli!

Tökum spjallið og ekki hika við að hafa samband við mig í síma 867 2718 eða á netfangið hafdis@hafdishronn.is

Verum breytingin sem við viljum sjá og leggjum okkar að mörkum til samfélagsins. Saman er hægt að gera svo mikið meira!

Hlakka til að heyra frá þér.

Ég hvet þig einnig til að koma á framfæri ábendingum hér að neðan um hvað þú vilt sjá Framsókn gera á næsta kjörtímabili.

6 + 3 =